Þetta kemur fram í fréttaskeyti dagsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem segir að lögreglumenn á vaktinni hafi þekkt nokkuð til grunaðs geranda og náð haldi á honum eftir skamman tíma. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins.
Þá var tilkynnt um ölvaðan aðila til vandræða í verslun í miðborginni. Eftir samtal við lögreglu gekk maðurinn sína leið og verslunin gerði engar frekari kröfur til hans eða lögreglu.
Tilkynnt var um þjófnað í verslun meðan gerandi var enn á staðnum. Málið var afgreitt með hefðbundnum hætti. Loks voru ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.