„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 19:43 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, beið lægri hlut gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. „Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti