„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 19:43 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, beið lægri hlut gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. „Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti