„Fyrirgefðu, elskan mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Gianmarco Tamberi með eiginkonu sinni Chiara Bontempi eftir að hann varð Evrópumeistari í júní. Getty/Michael Steele Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira