Pabbi Endrick gat ekki hætt að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:31 Endrick fór líka að gráta þegar hann sá föður sinn gráta á kynningarhátíð brasilíska undrabarnsins á Estadio Santiago Bernabeu. Getty/Angel Martinez Real Madrid kynnti brasilíska undrabarnið Endrick til leiks um helgina og það var risastór stund fyrir fjölskyldu hins átján ára gamla Endrick. Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira