Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 10:35 Ástbjörn Þórðarson í baráttunni gegn Fylki í sumar. Hann er á leið heim til KR en ekki er víst hvort það verði í haust eða strax í sumar. Vísir/Diego Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31