Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 10:35 Ástbjörn Þórðarson í baráttunni gegn Fylki í sumar. Hann er á leið heim til KR en ekki er víst hvort það verði í haust eða strax í sumar. Vísir/Diego Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31