Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2024 13:45 Sigríður hefur vísað máli Helga til dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu Sigríðar til fjölmiðla, sem send er út í tilefni af umfjöllun um mál Helga Magnúsar. Í gær var greint frá því að Sigríður hafi vísað málefni hans til dómsmálaráðherra. Helga hafi verið tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað meðan ráðherra væri með mál hans til skoðunar. Helgi tjáði sig fyrir nokkru um mál Mohamads Thors Jóhannessonar (áður Mohamad Kourani), en Helgi og fjölskylda hans máttu sæta hótunum frá Mohamad um árabil. Tilefni viðtals Vísis við Helga var átta ára fangelsisdómur yfir Mohamad. Þar sagði Helgi meðal annars að þó Mohamad væri ýkt dæmi, væri verið að flytja til landsins menningu sem þekkist almennt ekki hér á landi, en Mohamad kom hingað til lands frá Sýrlandi. Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, lögðu fram kæru á hendur Helga fyrir ummæli sín í síðustu viku. Áminntur áður Helgi var árið 2022 áminntur af Sigríði, en þá var fjallað um að áminning hefði lotið að orðum Helga um að hælisleitendur kynnu að ljúga um kynhneigð sína, til þess að eiga frekari möguleika á því að fá hér hæli. Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi? Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Upplýsir ekki um tilvikin Í tilkynningu til fjölmiðla nú segir Sigríður að áminningin árið 2022 hafi lotið að fleiri tilvikum tjáningar hans en því sem beindist að hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. „Um nokkur tilvik var að ræða sem náðu aftur til ársins 2017. Ríkissaksóknari telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þetta. Þá skal einnig tekið fram að kærur tiltekinna samtaka voru ekki ákvörðunarástæða fyrir framsendingu máls Helga Magnúsar til dómsmálaráðherra nú né heldur þegar ríkissaksóknari áminnti Helga Magnús,“ segir í stuttri tilkynningu Sigríðar. Lögmenn velta áminningunni fyrir sér Áðurnefnd áminning hefur orðið tilefni til vangavelta um hvort ríkissaksóknari hafi vald til að áminna vararíkissaksóknara svo nokkuð mark sé takandi á því. Meðal þeirra fram spurningu um slíkt er Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. „Ríkissaksóknari vill losna við vararíkissaksóknara. Bæði eru embættismenn skipuð ótímabundið af dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari áminnti vararíkissaksóknara fyrir tveimur árum. Ekki verður í fljótubragði séð hvaðan ríkissaksóknara kom vald til að áminna vararíkissaksóknara,“ skrifar Sigurður á Facebook. Áminningarvaldið sé hjá dómsmálaráðherra. „Dómsmálaráðherra hefur ekki svo vitað sé áminnt vararíkissaksóknara, sem starfs síns vegna hefur ásamt fjölskyldu sinni mátt þola líflátshótanir, frá einstaklingi sem ríkið hefur veitt vernd. Vonandi má vararíkissaksóknari greina frá líflátshótunum og frá hverjum þær stafa án þess að eiga á hættu að missa starf sitt.“ Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður bendir á að fyrri áminning hljóti því að vera markleysa vegna valdþurrðar. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07 Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sigríðar til fjölmiðla, sem send er út í tilefni af umfjöllun um mál Helga Magnúsar. Í gær var greint frá því að Sigríður hafi vísað málefni hans til dómsmálaráðherra. Helga hafi verið tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað meðan ráðherra væri með mál hans til skoðunar. Helgi tjáði sig fyrir nokkru um mál Mohamads Thors Jóhannessonar (áður Mohamad Kourani), en Helgi og fjölskylda hans máttu sæta hótunum frá Mohamad um árabil. Tilefni viðtals Vísis við Helga var átta ára fangelsisdómur yfir Mohamad. Þar sagði Helgi meðal annars að þó Mohamad væri ýkt dæmi, væri verið að flytja til landsins menningu sem þekkist almennt ekki hér á landi, en Mohamad kom hingað til lands frá Sýrlandi. Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, lögðu fram kæru á hendur Helga fyrir ummæli sín í síðustu viku. Áminntur áður Helgi var árið 2022 áminntur af Sigríði, en þá var fjallað um að áminning hefði lotið að orðum Helga um að hælisleitendur kynnu að ljúga um kynhneigð sína, til þess að eiga frekari möguleika á því að fá hér hæli. Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi? Hann áréttaði svo að honum þætti vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft nokkuð á móti þeim. Þó mætti ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segðust samkynhneigðir, segðu satt til um það. Upplýsir ekki um tilvikin Í tilkynningu til fjölmiðla nú segir Sigríður að áminningin árið 2022 hafi lotið að fleiri tilvikum tjáningar hans en því sem beindist að hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. „Um nokkur tilvik var að ræða sem náðu aftur til ársins 2017. Ríkissaksóknari telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þetta. Þá skal einnig tekið fram að kærur tiltekinna samtaka voru ekki ákvörðunarástæða fyrir framsendingu máls Helga Magnúsar til dómsmálaráðherra nú né heldur þegar ríkissaksóknari áminnti Helga Magnús,“ segir í stuttri tilkynningu Sigríðar. Lögmenn velta áminningunni fyrir sér Áðurnefnd áminning hefur orðið tilefni til vangavelta um hvort ríkissaksóknari hafi vald til að áminna vararíkissaksóknara svo nokkuð mark sé takandi á því. Meðal þeirra fram spurningu um slíkt er Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. „Ríkissaksóknari vill losna við vararíkissaksóknara. Bæði eru embættismenn skipuð ótímabundið af dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari áminnti vararíkissaksóknara fyrir tveimur árum. Ekki verður í fljótubragði séð hvaðan ríkissaksóknara kom vald til að áminna vararíkissaksóknara,“ skrifar Sigurður á Facebook. Áminningarvaldið sé hjá dómsmálaráðherra. „Dómsmálaráðherra hefur ekki svo vitað sé áminnt vararíkissaksóknara, sem starfs síns vegna hefur ásamt fjölskyldu sinni mátt þola líflátshótanir, frá einstaklingi sem ríkið hefur veitt vernd. Vonandi má vararíkissaksóknari greina frá líflátshótunum og frá hverjum þær stafa án þess að eiga á hættu að missa starf sitt.“ Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður bendir á að fyrri áminning hljóti því að vera markleysa vegna valdþurrðar.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07 Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07
Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21