Segja Vöku fara offari við að draga burt bíla Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2024 15:42 Steinar smiður er sannfærður um að Vaka stundi fjárplógsstarfsemi en hann hefur fengið mikil viðbrögð frá fólki vegna útvarpsviðtals í Bítinu í dag. Reynir framkvæmdastjóri hafnar þessu hins vegar alfarið. Svo virðist sem starfsmenn Vöku séu of duglegir í vinnunni og fari fram úr sér. Sú er í það minnsta skoðun Steinars Agnarssonar sem er smiður en hann hefur staðið í stappi við Vöku vegna húsbíls síns og svo annarra bíla sem hann segir hafa verið dregnir í burtu áður en tilskilinn frestur rann út. Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku vísar þessu á bug. Þá er Tobias Seeliger, þýskur ljósmyndari búsettur hér á landi, æfur vegna svipaðs atviks en hann hefur sent Vísi erindi þar sem hann lýsir því að hafa fengið háan reikning frá Vöku, sem hreinlega henti bílnum hans í endurvinnslu. Þennan reikning ætlar hann ekki að borga og leitar eftir samstarfi við Steinar og vill að þeir finni sér lögmann saman og fari í mál við fyrirtækið. Ósáttur við ofríki Vökumanna Steinar er ósáttur en hann var gestur í Bítinu í morgun og sagði sögðu sína. Hann hafði tekið númerin af húsbíl sínum „í bríaríi“ í júní af því að ekki stóð til að nota hann. Og hann vildi spara sér peninginn og húsbíllinn hefur staðið númeralaus fyrir framan húsið hans. Svo er það 10. þessa mánaðar að Reykjavíkurborg límir miða á bílinn og óskar eftir því að hann verði fjarlægður. „Sem er bara eðlilegt. Þeir vilja ekki númerslausa bíla. Þannig að ég fór á stúfana en þá kom í ljós að númerin höfðu glatast, því hann var á einkanúmerum áður þannig að ég pantaði númer. Miðinn sagði að ég hefði frest til 24. júlí til að kippa þessu í liðinn.“ Svo er það miðjan dag 12. þessa mánaðar að eiginkona Steinars hringir í hann og segir honum að Vaka sé búin að draga bílinn í burtu. Tíu dögum áður en frestur rann út. „Hún fer út og reynir sitt besta til að ræða við þennan bílstjóra sem var lítið annað en dónaskapurinn. En það verður úr að ég tala við þennan bílstjóra. Hún ákvað að fara í ruslageymsluna og grafa þar eftir miðanum sem hafði verið á bílnum. Því hann hafði lekið niður í rigningunni.“ Viðurkennir að hann hafi verið orðinn illur Þau hjónin búa við Álftamýri í Reykjaík. Hún fann miðann og sýndi bílstjóra Vöku hann. „En það var sama sagan. Það var eins og hann væri ekki að trúa henni. Ég talaði líka við hann en það var alveg sama sagan. Það var bara eins og okkur kæmi þetta ekki við. Þannig að ég hringi í Vöku, var orðinn frekar pirraður, ég skal alveg viðurkenna það, þar er það sama. Snúið í og úr. Og bent á annað sem endaði með því að þeir kenndu bílstjóranum um, hann hefði farið fram úr sér. Ég var orðinn illur, þeir skyldu ekki voga sér að taka bílinn. Ég væri á leiðinni heim.“ Starfsemi Vöku er nú undir nálarauganu en Steinar smiður er sannfærður um að þar fari hreinlega fram fjárplógsstarfsemi. Reynir framkvæmdastjóri vísar þessu alfarið á bug.vísir/óttarr Bíllinn reyndist á sínum stað en svo gerist það að Steinar fær ekki númerin fyrr en 24.; þegar fresturinn á að vera útrunninn. „Ég setti stórt blað í gluggann þar sem ég sagði þeim að bíllinn væri tryggður. Númerið væri í pöntun hjá Betri skoðun í Hafnarfirði og kæmi fyrir helgina. Samt líma þeir aftur á hann 24. og þá var mér gefinn frestur til 16. ágúst. Látum það liggja á milli hluta. Ég setti númerin í mælaborðið og þar voru þau og eru.“ Á föstudaginn ber svo við að lögreglan hafði límt á tvo aðra bíla, gráan og rauðan og gefið frest til 6. ágúst. Steinar segist ekki hafa skipti sér að því, þetta voru ekki hans bílar. „Og svo sé ég á miðvikudag að Vaka er mætt til að hirða gráa bílinn og trúlega búin að taka þann rauða því hann var horfinn. Samt var frestur til sjötta!“ Segir tvær hliðar á öllum málum Steinar segist hafa reynt að koma í veg fyrir að grái bíllinn væri dreginn í burtu. Steinar fer fram á að borgin og Vaka sýni hversu marga bíla Vaka hefur dregið undanfarin þrjú ár. Hann er sannfærður um að veltan á þeirri starfsemi velti milljónum. „Ég ætla að gerast svo grófur að krefjast þess að Vaka og borgin gefi út, segjum síðustu þrjú árin, hversu margir bílar hafi verið dregnir í burtu áður en frestur rann út? Því til einhvers er hann settur.“ Reynir Guðmundsson er framkvæmdastjóri Vöku og hann segist vera að kanna málið. En honum þykir þarna frjálslega með farið. Hann segir ýmis orð hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. „Það er þarna erlendur starfsmaður hjá mér, sem hefur verið í nokkur ár og sá hefur verið lengi á Íslandi, sem þarna fékk yfirhalningu sem hann átti ekki skilið.“ Reynir segir óskiljanlegt að Steinar sé að skipta sér af því hvað gert er við annarra manna bíla. Hann segir ekkert hafa verið gert í húsbíl Steinars. En Reykjavík límir á miða, teknar eru myndir og sett inn í pöntunarkerfið. Svo eru miðar settir á aftur en það sé þá fyrri miðinn sem gildi. Orðinn þreyttur á svívirðingum Helst er á Reyni að skilja að hann sé orðinn þreyttur á því að standa í þessu. Menn telji sig stikkfrí ef þeir eru í sumarfríi og kenni svo þeim hjá Vöku um allar sínar ófarir. Reynir segist oft spyrja sig af hverju hann sé að standa í þessu, svívirðingarnar sem hann fær yfir sig geta verið býsna svæsnar. „Kannski margbúið að eltast við þá og löngu síðar er allt komið á hvolf. Við erum að leita að fólki á samfélagsmiðlum, þjóðskrá, út um allt, til að finna einhverja lausn. Okkur ber engin skylda til þess. Eina sem við eigum að gera er að senda ábyrgðarbréf þess efnis að búið sé að taka bílinn. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna maður er að standa í þessu því oft eru þetta alvarlegar hótanir sem fylgja.“ Reynir segir ekki standa steinn yfir steini í því sem Steinar segi. Ekki gagnvart fimmtudeginum þegar þeir voru að fjarlægja aðra bíla en hans. „Ef ég þekki það mál rétt. Þarna var Subaru skráður til úrvinnslu. Maðurinn kom og tók einhverja varahluti eins og svo oft áður. Við reynum að leysa vandamálin með því að finna fólk strax svo ekki safnist upp kostnaður. Lögheimili eru til dæmis oft ranglega skráð og þá segja þér: Af hverju sendirðu mér ekki e-mail? Þú ert rannsóknarblaðamaður. Hvar finnur maður e-mail?“ Hafnar því alfarið að bílstjórar fái borgað visst á bíl Reynir segir grípa um sig „frústrasjón“ sem fer illa með marga. En þeir séu margir númeralausir bílar og lögreglan reyni að halda borginni hreinni. „Við liggjum oft undir ámæli um að við séum ekki nógu snöggir að bragðast við og nú erum við of fljótir?! Það eru tvær hliðar á öllum svona málum.“ Steinar segir í samtali við Vísi að fjöldi fólks hafi hringt í sig eftir að hann eftir að hann lét gamminn geysa í Bítinu og hann sé nú alveg sannfærður um að Vaka stundi fjárplógsstarfsemi og hafi gert lengi, að bílstjórarnir fái borgað visst á bíllinn sem þeir dragi í burtu. Og því séu þeir mættir áður en fresturinn rennur út. Reynir hlær og hafnar alfarið þeirri kenningu, segir það aldrei ganga upp. Þá segir Reynir að ef bílar eru dregnir í burtu þá kosti það um 35 þúsund, ef þú kemur samdægurs og leysir úr þínum málum en svo bætast 4000 krónur við á dag ef þarf að geyma bílinn. Bílar Rekstur hins opinbera Bílastæði Skipulag Reykjavík Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þá er Tobias Seeliger, þýskur ljósmyndari búsettur hér á landi, æfur vegna svipaðs atviks en hann hefur sent Vísi erindi þar sem hann lýsir því að hafa fengið háan reikning frá Vöku, sem hreinlega henti bílnum hans í endurvinnslu. Þennan reikning ætlar hann ekki að borga og leitar eftir samstarfi við Steinar og vill að þeir finni sér lögmann saman og fari í mál við fyrirtækið. Ósáttur við ofríki Vökumanna Steinar er ósáttur en hann var gestur í Bítinu í morgun og sagði sögðu sína. Hann hafði tekið númerin af húsbíl sínum „í bríaríi“ í júní af því að ekki stóð til að nota hann. Og hann vildi spara sér peninginn og húsbíllinn hefur staðið númeralaus fyrir framan húsið hans. Svo er það 10. þessa mánaðar að Reykjavíkurborg límir miða á bílinn og óskar eftir því að hann verði fjarlægður. „Sem er bara eðlilegt. Þeir vilja ekki númerslausa bíla. Þannig að ég fór á stúfana en þá kom í ljós að númerin höfðu glatast, því hann var á einkanúmerum áður þannig að ég pantaði númer. Miðinn sagði að ég hefði frest til 24. júlí til að kippa þessu í liðinn.“ Svo er það miðjan dag 12. þessa mánaðar að eiginkona Steinars hringir í hann og segir honum að Vaka sé búin að draga bílinn í burtu. Tíu dögum áður en frestur rann út. „Hún fer út og reynir sitt besta til að ræða við þennan bílstjóra sem var lítið annað en dónaskapurinn. En það verður úr að ég tala við þennan bílstjóra. Hún ákvað að fara í ruslageymsluna og grafa þar eftir miðanum sem hafði verið á bílnum. Því hann hafði lekið niður í rigningunni.“ Viðurkennir að hann hafi verið orðinn illur Þau hjónin búa við Álftamýri í Reykjaík. Hún fann miðann og sýndi bílstjóra Vöku hann. „En það var sama sagan. Það var eins og hann væri ekki að trúa henni. Ég talaði líka við hann en það var alveg sama sagan. Það var bara eins og okkur kæmi þetta ekki við. Þannig að ég hringi í Vöku, var orðinn frekar pirraður, ég skal alveg viðurkenna það, þar er það sama. Snúið í og úr. Og bent á annað sem endaði með því að þeir kenndu bílstjóranum um, hann hefði farið fram úr sér. Ég var orðinn illur, þeir skyldu ekki voga sér að taka bílinn. Ég væri á leiðinni heim.“ Starfsemi Vöku er nú undir nálarauganu en Steinar smiður er sannfærður um að þar fari hreinlega fram fjárplógsstarfsemi. Reynir framkvæmdastjóri vísar þessu alfarið á bug.vísir/óttarr Bíllinn reyndist á sínum stað en svo gerist það að Steinar fær ekki númerin fyrr en 24.; þegar fresturinn á að vera útrunninn. „Ég setti stórt blað í gluggann þar sem ég sagði þeim að bíllinn væri tryggður. Númerið væri í pöntun hjá Betri skoðun í Hafnarfirði og kæmi fyrir helgina. Samt líma þeir aftur á hann 24. og þá var mér gefinn frestur til 16. ágúst. Látum það liggja á milli hluta. Ég setti númerin í mælaborðið og þar voru þau og eru.“ Á föstudaginn ber svo við að lögreglan hafði límt á tvo aðra bíla, gráan og rauðan og gefið frest til 6. ágúst. Steinar segist ekki hafa skipti sér að því, þetta voru ekki hans bílar. „Og svo sé ég á miðvikudag að Vaka er mætt til að hirða gráa bílinn og trúlega búin að taka þann rauða því hann var horfinn. Samt var frestur til sjötta!“ Segir tvær hliðar á öllum málum Steinar segist hafa reynt að koma í veg fyrir að grái bíllinn væri dreginn í burtu. Steinar fer fram á að borgin og Vaka sýni hversu marga bíla Vaka hefur dregið undanfarin þrjú ár. Hann er sannfærður um að veltan á þeirri starfsemi velti milljónum. „Ég ætla að gerast svo grófur að krefjast þess að Vaka og borgin gefi út, segjum síðustu þrjú árin, hversu margir bílar hafi verið dregnir í burtu áður en frestur rann út? Því til einhvers er hann settur.“ Reynir Guðmundsson er framkvæmdastjóri Vöku og hann segist vera að kanna málið. En honum þykir þarna frjálslega með farið. Hann segir ýmis orð hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. „Það er þarna erlendur starfsmaður hjá mér, sem hefur verið í nokkur ár og sá hefur verið lengi á Íslandi, sem þarna fékk yfirhalningu sem hann átti ekki skilið.“ Reynir segir óskiljanlegt að Steinar sé að skipta sér af því hvað gert er við annarra manna bíla. Hann segir ekkert hafa verið gert í húsbíl Steinars. En Reykjavík límir á miða, teknar eru myndir og sett inn í pöntunarkerfið. Svo eru miðar settir á aftur en það sé þá fyrri miðinn sem gildi. Orðinn þreyttur á svívirðingum Helst er á Reyni að skilja að hann sé orðinn þreyttur á því að standa í þessu. Menn telji sig stikkfrí ef þeir eru í sumarfríi og kenni svo þeim hjá Vöku um allar sínar ófarir. Reynir segist oft spyrja sig af hverju hann sé að standa í þessu, svívirðingarnar sem hann fær yfir sig geta verið býsna svæsnar. „Kannski margbúið að eltast við þá og löngu síðar er allt komið á hvolf. Við erum að leita að fólki á samfélagsmiðlum, þjóðskrá, út um allt, til að finna einhverja lausn. Okkur ber engin skylda til þess. Eina sem við eigum að gera er að senda ábyrgðarbréf þess efnis að búið sé að taka bílinn. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna maður er að standa í þessu því oft eru þetta alvarlegar hótanir sem fylgja.“ Reynir segir ekki standa steinn yfir steini í því sem Steinar segi. Ekki gagnvart fimmtudeginum þegar þeir voru að fjarlægja aðra bíla en hans. „Ef ég þekki það mál rétt. Þarna var Subaru skráður til úrvinnslu. Maðurinn kom og tók einhverja varahluti eins og svo oft áður. Við reynum að leysa vandamálin með því að finna fólk strax svo ekki safnist upp kostnaður. Lögheimili eru til dæmis oft ranglega skráð og þá segja þér: Af hverju sendirðu mér ekki e-mail? Þú ert rannsóknarblaðamaður. Hvar finnur maður e-mail?“ Hafnar því alfarið að bílstjórar fái borgað visst á bíl Reynir segir grípa um sig „frústrasjón“ sem fer illa með marga. En þeir séu margir númeralausir bílar og lögreglan reyni að halda borginni hreinni. „Við liggjum oft undir ámæli um að við séum ekki nógu snöggir að bragðast við og nú erum við of fljótir?! Það eru tvær hliðar á öllum svona málum.“ Steinar segir í samtali við Vísi að fjöldi fólks hafi hringt í sig eftir að hann eftir að hann lét gamminn geysa í Bítinu og hann sé nú alveg sannfærður um að Vaka stundi fjárplógsstarfsemi og hafi gert lengi, að bílstjórarnir fái borgað visst á bíllinn sem þeir dragi í burtu. Og því séu þeir mættir áður en fresturinn rennur út. Reynir hlær og hafnar alfarið þeirri kenningu, segir það aldrei ganga upp. Þá segir Reynir að ef bílar eru dregnir í burtu þá kosti það um 35 þúsund, ef þú kemur samdægurs og leysir úr þínum málum en svo bætast 4000 krónur við á dag ef þarf að geyma bílinn.
Bílar Rekstur hins opinbera Bílastæði Skipulag Reykjavík Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira