Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2024 12:00 Herbert Guðmunds er meðal þeirra sem opna sig upp á gátt fyrir Audda. Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. „Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira