Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:34 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ánægður með embættissetu Guðna. Vísir/Arnar Halldórsson Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira