„Allt of stutt á milli leikja“ Hjörvar Ólafsson skrifar 31. júlí 2024 22:39 Rúnar Kristinsson hefði viljað fá lengri tíma til þess að undirbúa sig fyrir þennan leik. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson var sáttur við að lærisveinar sínir hjá Fram hefðu haldið marki sínu hreinu þegar liðið sótti Fylki heim í Árbæinn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Annað gladdi ekki augu hans í leik liðanna í kvöld. „Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Eftir að hafa ekki spilað leik í tæpar þrjár vikur þá eru núna tveir dagar á milli leikja en þú vilt hafa að minnst kosti 72 klukkutíma á milli leikja til þess að ná lágmarks endurheimt. Við vorum orkulausir í þessum leik og það er bara mjög skiljanlegt,“ sagði Rúnar þar að auki. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Við vorum ekki með eiginlegan framherja inni á lungann úr leiknum og það er erfitt að skapa færi þegar það er staðan,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Hollenski framherinn Djenairo Daniels spilaði sinn fyrsta leik í Framtreyjunni í kvöld en hann gekk til liðs við félagið í dag. Rúnar var sáttur við hans frumraun. „Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði hann aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í Úlfarsárdalinn. . Besta deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
„Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Eftir að hafa ekki spilað leik í tæpar þrjár vikur þá eru núna tveir dagar á milli leikja en þú vilt hafa að minnst kosti 72 klukkutíma á milli leikja til þess að ná lágmarks endurheimt. Við vorum orkulausir í þessum leik og það er bara mjög skiljanlegt,“ sagði Rúnar þar að auki. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Við vorum ekki með eiginlegan framherja inni á lungann úr leiknum og það er erfitt að skapa færi þegar það er staðan,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Hollenski framherinn Djenairo Daniels spilaði sinn fyrsta leik í Framtreyjunni í kvöld en hann gekk til liðs við félagið í dag. Rúnar var sáttur við hans frumraun. „Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði hann aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í Úlfarsárdalinn. .
Besta deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira