Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 11:31 Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á stórmóti hjá hinni mögnuðu Mörtu. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum. Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum.
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn