Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 19:39 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. vísir Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“ Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“
Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent