Lítil spenna var fyrir leikinn í dag enda vann FCK fyrri leikinn í Gíbraltar, 0-3. Danirnir sýndu samt flotta frammistöðu og röðuðu inn mörkum.
Magpies komst reyndar yfir á 17. mínútu þegar Olatunde Bayode skoraði eftir mistök Rúnars Alex Rúnarssonar sem fékk tækifæri í marki FCK í dag. Rúnar Alex ætlaði að sparka frá marki sínu en það tókst ekki betur en svo en að boltinn fór í Bayode og inn.
Kevin Diks jafnaði fyrir Danina úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hálfleik og hinn átján ára Victor Froholdt kom heimamönnum í 2-1 á 54. mínútu. Skömmu síðar kom Orri inn á sem varamaður.
Hann var ekki lengi að sér að kveða og skoraði á 61. mínútu. Orri gerði svo annað mark sitt og fimmta mark FCK sex mínútum fyrir leikslok. Skömmu áður skoraði Oliver Hojer, sem er aðeins sautján ára, fjórða markið.
FCK vann leikinn, 5-1, og einvígið, 8-1 samanlagt. Í næstu umferð mætir liðið Ostrava frá Tékklandi.
Eggert Aorn Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar Elfsborg sigraði Sheriff Tiraspol, 2-0, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á varamannabekknum.
Elfsborg vann einvígið, 3-0 samanlagt og mætir Rijeka eða Hunedoara í næstu umferð.