Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 11:01 Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, grét sáran eftir bardagann em hún lét stöðva eftir 46 sekúndur. Getty/Fabio Bozzani Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30
Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07
Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59