Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 09:11 Erill var hjá lögreglu á Akureyri fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira