Sport

Simone Biles bætti við einu gulli í við­bót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simone Biles er þegar búin að vinna þrjú gull á þessum Ólympíuleikum og á enn möguleika á því að bæta tveimur við seinna á þessum leikum.
Simone Biles er þegar búin að vinna þrjú gull á þessum Ólympíuleikum og á enn möguleika á því að bæta tveimur við seinna á þessum leikum. Getty/Naomi Baker

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles varð í dag Ólympíumeistari í stökki og vann þar með sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París.

Biles átti tvö frábær stökk og vann með þó nokkrum yfirburðum. Hún hafði áður unnið gullverðlaun í fjölþraut og í liðakeppni á þesum leikum.

Þetta er í annað skiptið sem hún verður Ólympíumeistari í stökki því hún vann gullið í þessari grein í Ríó 2016.

Hún fékk 15.700 stig fyrir fyrra stökkið og 14.900 stig fyrir það síðara. Biles var þar með meðalskor upp á 15.300.

Í öðru sæti var hin brasilíska Rebeca Andrade með meðalskor upp á 14.966 stig. Andrade vann þessa grein á síðustu Ólympíuleikum í Tókýó.

Bronsverðlaunin fóru til hinnar bandarísku Jade Carey sem var meðal meðalskor upp á 14.466 stig.

Biles hefur þar með unnið sjö gullverðlaun á Ólympíuleikum sem er það næstmesta í sögunni. Aðeins Rússinn Larisa Latynina (9 gull) hefur unnið fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×