Vann 100 metra hlaupið á sjónarmun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 20:08 Noah Lyles fagnar sigri í 100 metra hlaupinu í kvöld. Getty/Patrick Smith Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles varð í kvöld Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla eftir frábæran endasprett. Lyles kom í mark sjónarmun á undan Jamaíkumanninum Kishane Thompson. Það þurfti mynd til að skera út um hvor þeirra vann hlaupið. Það munaði að lokum aðeins fimm þúsundustu úr sekúndu á efstu tveimur mönnunum. Tími Lyles var 9,784 sekúndur en Thompson mældist á 9.789 sekúndum. Lyles var aðeins á eftir í byrjun hlaups en tryggði sér gullið með frábærum endaspretti. Þetta er besti tími Lyles á ferlinum og hann er nú ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi og getur stoltur kallað sig fljótast mann heims. Hann fékk bronsið fyrir þremur árum þegar leikarnir fóru fram í Japan. Bronsið fór síðan til Bandaríkjamannsins Fred Kerley sem kom í mark á 9.81 sekúndum eða einum hundraðasta úr sekúndu á undan Akani Simbine frá Suður-Afríku. Kerley fékk silfur í 100 metra hlaupinu á síðustu leikum. Þetta er i fyrsta sinn í tuttugu ár sem Bandaríkjamaður vinnur 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikum eða síðan að Justin Gatlin vann í Aþenu 2004. Usain Bolt frá Jamaíku vann 2008, 2012 og 2016 og Ítalinn Marcell Jacobs tók gullið á leikunum í Tókýó 2021. Úrslitahlaupið var ótrúlega jafnt eins og sjá má á þessari mynd af marklínunni.Getty/Richard Heathcote Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Lyles kom í mark sjónarmun á undan Jamaíkumanninum Kishane Thompson. Það þurfti mynd til að skera út um hvor þeirra vann hlaupið. Það munaði að lokum aðeins fimm þúsundustu úr sekúndu á efstu tveimur mönnunum. Tími Lyles var 9,784 sekúndur en Thompson mældist á 9.789 sekúndum. Lyles var aðeins á eftir í byrjun hlaups en tryggði sér gullið með frábærum endaspretti. Þetta er besti tími Lyles á ferlinum og hann er nú ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi og getur stoltur kallað sig fljótast mann heims. Hann fékk bronsið fyrir þremur árum þegar leikarnir fóru fram í Japan. Bronsið fór síðan til Bandaríkjamannsins Fred Kerley sem kom í mark á 9.81 sekúndum eða einum hundraðasta úr sekúndu á undan Akani Simbine frá Suður-Afríku. Kerley fékk silfur í 100 metra hlaupinu á síðustu leikum. Þetta er i fyrsta sinn í tuttugu ár sem Bandaríkjamaður vinnur 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikum eða síðan að Justin Gatlin vann í Aþenu 2004. Usain Bolt frá Jamaíku vann 2008, 2012 og 2016 og Ítalinn Marcell Jacobs tók gullið á leikunum í Tókýó 2021. Úrslitahlaupið var ótrúlega jafnt eins og sjá má á þessari mynd af marklínunni.Getty/Richard Heathcote
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira