Innlent

Björgunar­sveitir sækja slasaðan ferða­mann á Baulu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað á Baulu.
Slysið átti sér stað á Baulu. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna ferðamanns sem hafði slasast á fjallinu Baulu í Borgarfirði. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson í samtali við fréttastofu. 

Að hans sögn óskaði lögreglan á Vesturlandi eftir aðstoðar þyrlu. Ferðamaður hafi slasast í fjallshlíðinni, sennilega beinbrot, segir Jón Þór. 

„Fyrstu sveitir eru að mæta á svæðið í þessum töluðu orðum,“ bætir hann við. 

Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í kvöld. Um hálf ellefu voru allar sveitir vestan Þjórsár kallaðar út vegna ferðamanna sem höfðu lokast inni í helli í Kerlingafjöllum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×