Skemmtistaðurinn 22 opnaður á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 10:41 Rekstrarstjórinn Magnea Fredriksen og skemmtanastýran Margrét Erla Maack. 22 Reykjavík Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki. Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét. Reykjavík Hinsegin Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét.
Reykjavík Hinsegin Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur