Stanslaus slagsmál stjörnunýliðans Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2024 10:00 Margir eru spenntir að sjá Nabers í NFL-deildinni í vetur, ekki síst stuðningsmenn New York Giants. Getty Það gengur á ýmsu á sameiginlegum æfingum NFL-liðanna Detroit Lions og New York Giants sem undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Nýliðinn Malik Nabers grípur fyrirsagnirnar. Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan. NFL Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira
Það eru ekki aðeins fyrirsagnir sem útherjinn Nabers grípur á æfingunum. Fregnir vestanhafs herma að hann hafi gripið 17 af þeim 18 sendingum sem honum bárust síðustu tvo daga er liðin hafa tekið æfingaleiki sín á milli. Nabers var valinn sjötti í nýliðavalinu í sumar af New York Giants og miklar væntingar bornar til hans fyrir komandi leiktíð. Þá virðist hluti af undirbúningnum fyrir komandi leiktíð að fleygja boltanum ítrekað til hans á æfingum með Lions, eitthvað sem hann hefur leyst vel úr hendi. ANOTHER MALIK NABERS FIGHT HAS BROKEN OUT WITH KERBY JOSEPH!(via @charlottecrrll)pic.twitter.com/ClCelGC3BM https://t.co/wLFBKJCviy— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Leikmenn Detroit Lions liðsins hafa tekið misvel við útherjanum og hafa tvisvar brotist úr allsherjar slagsmál útfrá erjum Nabers við varnarmenn liðsins. Fyrst við Terrion Arnold og svo við Kerby Joseph. Dan Campbell, þjálfari Lions, sagði í samtali við ESPN menn vissulega hafa gengið full langt í árásargirninni á æfingum en heilt yfir hafa slagsmálin verið töluð niður. Um er að ræða keppnismenn sem vilji sérstaklega sýna sig og sanna þegar leikmenn annars liðs eru komnir inn á æfingar. Best angle of Malik Nabers fighting with Terrion Arnold.So many punches were traded 😳 https://t.co/OUgIZcAqun pic.twitter.com/5r7KDHQrDh— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) August 6, 2024 Eftir að æfingum er lokið eru þó engin vandamál milli leikmanna, eftir því sem kemur fram í fréttum vestanhafs. Liðin undirbúa sig fyrir fyrstu æfingaleikina í aðdraganda komandi leiktíðar en þau mætast einmitt innbyrðis í fyrsta æfingaleik beggja liða fyrir komandi tímabil. Sá fer fram annað kvöld á MetLife-vellinum í New Jersey. Fyrstu leikirnir í NFL-deildinni fara fram eftir tæpan mánuð. Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens opna leiktíðina aðfaranótt föstudagsins 6. september. Myndskeið af slagsmálunum á æfingum liðanna má sjá að ofan.
NFL Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira