Þorvaldur Halldórsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 12:27 Þorvaldur Halldórsson er allur 79 ára gamall. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn tæplega áttræður eftir glímu við veikindi. Hann hafði verið búsettur á Spáni í nokkurn tíma. Greint er frá andláti Þorvaldar á tónlistarvefnum Glatkistunni. Þorvaldur fæddist á Siglufirði árið 1944 og lærði þar bæði á gítar og klarinett. Hann fór í menntaskóla á Akureyri og byrjaði þar að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri hljómsveitum. Hann söng lagið Á sjó með hljómsveit Ingimars en laginu er líst sem einkennislagi Þorvaldar á Glatkistunni og má heyra hér að neðan. Einnig má nefna lög á borð við Hún er svo sæt, Mig dregur þrá, Sumarást, Ég tek hundinn, Ég er sjóari og Sailor á Sánkti kildu. Þorvaldur flutti suður yfir heiðar á áttunda áratugnum, bjó lengi vel á höfuðborgarsvæðinu en kom líka við í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Hann hafði verið búsettur á Torrevieja á Spáni í nokkurn tíma og lést þar í byrjun vikunnar. Kviknaði ástríða fyrir söngnum Þorvaldur ræddi við Fréttablaðið um ferilinn árið 2014 í tilefni sjötugsafmælistónleika sem hann hélt þá um haustið. „Ég byrjaði að syngja á Siglufirði þar sem ég er fæddur og uppalinn. Ég var í skólahljómsveit. Eitt sinn ætlaði ég að spila lag sem Fats Domino hafði sungið en náði ekki að spila það á saxófóninn minn. Ég söng það í staðinn og fékk mjög góð viðbrögð. Við þetta kviknaði einhver ástríða fyrir söngnum og ég fór að leitast eftir því að komast í hljómsveit. Ég fékk síðan að syngja með Fjórum fjörugum, sem var þekkt band á Sigló á þessum tíma,“ sagði Þorvaldur, sem söng sumarlangt á kvöldin en vann í síldinni á daginn. „Maður kom heim í kvöldmat, skipti um föt og fór síðan að syngja fyrir fólkið. Þetta var auðvitað púl en mér þótti þetta skemmtilegt líf.“ Leiðin lá síðan í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann byrjaði í skólahljómsveitinni. „Ég fór líka að syngja með Hauki Heiðari, lækni og píanista, en hann var með hljómsveit á Hótel KEA. Þegar Sjallinn opnaði var mér og Vilhjálmi Vilhjálmssyni boðið að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal. Það var nokkur samkeppni á milli KEA og Sjallans á þessum tíma. Eftir eitt ár flutti Vilhjálmur síðan til Reykjavíkur og fór að syngja á Röðli en í hans stað kom fyrst Erla Stefánsdóttir og síðan Helena Eyjólfsdóttir,“ sagði Þorvaldur. „Við unnum saman til ársins 1972 en þá flutti ég suður. Ég starfaði bæði með Óla Gauk og hljómsveitinni Pónik í Reykjavík.“ Varð fyrir trúaráhrifum Þorvaldur flutti til Vestmannaeyja eftir gosið og starfaði þar sem rafvirki. „Konan mín er úr Eyjum og við bjuggum þar í tíu ár. Ég söng ekki með hljómsveitum á þeim árum en var í kór. Árið 1977 varð ég fyrir trúaráhrifum sem varð til þess að ég fór að syngja trúarleg lög. Ég var staddur með líf mitt á þannig punkti að ég þurfti á trúnni og kærleika guðs að halda.“ Þegar hann var spurður hvort óregla hefði leitt hann í trúna, sagði hann svo ekki vera. Það hefði verið meðvituð ákvörðun hans og konunnar, Margétar Scheving, að nota áfengi aðeins í hófi. „Nei, þetta var vissulega frelsun en ekki vegna óreglu. Við Margrét tókum snemma þá meðvituðu ákvörðun að nota áfengi einungis í hófi og það höfum við alltaf gert. Fáum okkur einstaka sinnum vínglas með mat en höfum látið áfengi að öðru leyti vera. En við þessa trúarlegu frelsun breyttist líf mitt og ég fór að starfa innan kirkjunnar,“ útskýrði Þorvaldur. Hann settist á skólabekk og lærði guðfræði við Háskóla Íslands. „Ég kláraði ekki námið. Það var of dýrt fyrir mann með stóra fjölskyldu að setjast á skólabekk. Við vorum með heimili á tveimur stöðum og námið var að setja okkur á hausinn,“ viðurkenndi hann. „Ég tók því þráðinn upp aftur að syngja opinberlega. Konan mín syngur orðið mikið með mér í kirkjunum. Til dæmis í svokallaðri Tómasarmessu sem er í Breiðholtskirkju einu sinni í mánuði,“ sagði Þorvaldur í viðtalinu fyrir tíu árum. Þá nefndi hann að þau Margrét semdu lög. Margrét samdi til dæmis lagið við sálminn Drottinn er minn hirðir sem er vinsæll í jarðarförum. „Við syngjum þetta lag oft og erum stolt af því. Þetta er fallegt lag og okkur finnst það passa víðar en í jarðarförum,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu sína Margréti, son þeirra Þorvald óperusöngvara auk þriggja barna í fyrra hjónabandi og þrjú börn Margrétar úr fyrra hjónabandi. Tónlist Andlát Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Greint er frá andláti Þorvaldar á tónlistarvefnum Glatkistunni. Þorvaldur fæddist á Siglufirði árið 1944 og lærði þar bæði á gítar og klarinett. Hann fór í menntaskóla á Akureyri og byrjaði þar að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri hljómsveitum. Hann söng lagið Á sjó með hljómsveit Ingimars en laginu er líst sem einkennislagi Þorvaldar á Glatkistunni og má heyra hér að neðan. Einnig má nefna lög á borð við Hún er svo sæt, Mig dregur þrá, Sumarást, Ég tek hundinn, Ég er sjóari og Sailor á Sánkti kildu. Þorvaldur flutti suður yfir heiðar á áttunda áratugnum, bjó lengi vel á höfuðborgarsvæðinu en kom líka við í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Hann hafði verið búsettur á Torrevieja á Spáni í nokkurn tíma og lést þar í byrjun vikunnar. Kviknaði ástríða fyrir söngnum Þorvaldur ræddi við Fréttablaðið um ferilinn árið 2014 í tilefni sjötugsafmælistónleika sem hann hélt þá um haustið. „Ég byrjaði að syngja á Siglufirði þar sem ég er fæddur og uppalinn. Ég var í skólahljómsveit. Eitt sinn ætlaði ég að spila lag sem Fats Domino hafði sungið en náði ekki að spila það á saxófóninn minn. Ég söng það í staðinn og fékk mjög góð viðbrögð. Við þetta kviknaði einhver ástríða fyrir söngnum og ég fór að leitast eftir því að komast í hljómsveit. Ég fékk síðan að syngja með Fjórum fjörugum, sem var þekkt band á Sigló á þessum tíma,“ sagði Þorvaldur, sem söng sumarlangt á kvöldin en vann í síldinni á daginn. „Maður kom heim í kvöldmat, skipti um föt og fór síðan að syngja fyrir fólkið. Þetta var auðvitað púl en mér þótti þetta skemmtilegt líf.“ Leiðin lá síðan í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann byrjaði í skólahljómsveitinni. „Ég fór líka að syngja með Hauki Heiðari, lækni og píanista, en hann var með hljómsveit á Hótel KEA. Þegar Sjallinn opnaði var mér og Vilhjálmi Vilhjálmssyni boðið að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal. Það var nokkur samkeppni á milli KEA og Sjallans á þessum tíma. Eftir eitt ár flutti Vilhjálmur síðan til Reykjavíkur og fór að syngja á Röðli en í hans stað kom fyrst Erla Stefánsdóttir og síðan Helena Eyjólfsdóttir,“ sagði Þorvaldur. „Við unnum saman til ársins 1972 en þá flutti ég suður. Ég starfaði bæði með Óla Gauk og hljómsveitinni Pónik í Reykjavík.“ Varð fyrir trúaráhrifum Þorvaldur flutti til Vestmannaeyja eftir gosið og starfaði þar sem rafvirki. „Konan mín er úr Eyjum og við bjuggum þar í tíu ár. Ég söng ekki með hljómsveitum á þeim árum en var í kór. Árið 1977 varð ég fyrir trúaráhrifum sem varð til þess að ég fór að syngja trúarleg lög. Ég var staddur með líf mitt á þannig punkti að ég þurfti á trúnni og kærleika guðs að halda.“ Þegar hann var spurður hvort óregla hefði leitt hann í trúna, sagði hann svo ekki vera. Það hefði verið meðvituð ákvörðun hans og konunnar, Margétar Scheving, að nota áfengi aðeins í hófi. „Nei, þetta var vissulega frelsun en ekki vegna óreglu. Við Margrét tókum snemma þá meðvituðu ákvörðun að nota áfengi einungis í hófi og það höfum við alltaf gert. Fáum okkur einstaka sinnum vínglas með mat en höfum látið áfengi að öðru leyti vera. En við þessa trúarlegu frelsun breyttist líf mitt og ég fór að starfa innan kirkjunnar,“ útskýrði Þorvaldur. Hann settist á skólabekk og lærði guðfræði við Háskóla Íslands. „Ég kláraði ekki námið. Það var of dýrt fyrir mann með stóra fjölskyldu að setjast á skólabekk. Við vorum með heimili á tveimur stöðum og námið var að setja okkur á hausinn,“ viðurkenndi hann. „Ég tók því þráðinn upp aftur að syngja opinberlega. Konan mín syngur orðið mikið með mér í kirkjunum. Til dæmis í svokallaðri Tómasarmessu sem er í Breiðholtskirkju einu sinni í mánuði,“ sagði Þorvaldur í viðtalinu fyrir tíu árum. Þá nefndi hann að þau Margrét semdu lög. Margrét samdi til dæmis lagið við sálminn Drottinn er minn hirðir sem er vinsæll í jarðarförum. „Við syngjum þetta lag oft og erum stolt af því. Þetta er fallegt lag og okkur finnst það passa víðar en í jarðarförum,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu sína Margréti, son þeirra Þorvald óperusöngvara auk þriggja barna í fyrra hjónabandi og þrjú börn Margrétar úr fyrra hjónabandi.
Tónlist Andlát Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent