Þorvaldur Halldórsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 12:27 Þorvaldur Halldórsson er allur 79 ára gamall. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson er látinn tæplega áttræður eftir glímu við veikindi. Hann hafði verið búsettur á Spáni í nokkurn tíma. Greint er frá andláti Þorvaldar á tónlistarvefnum Glatkistunni. Þorvaldur fæddist á Siglufirði árið 1944 og lærði þar bæði á gítar og klarinett. Hann fór í menntaskóla á Akureyri og byrjaði þar að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri hljómsveitum. Hann söng lagið Á sjó með hljómsveit Ingimars en laginu er líst sem einkennislagi Þorvaldar á Glatkistunni og má heyra hér að neðan. Einnig má nefna lög á borð við Hún er svo sæt, Mig dregur þrá, Sumarást, Ég tek hundinn, Ég er sjóari og Sailor á Sánkti kildu. Þorvaldur flutti suður yfir heiðar á áttunda áratugnum, bjó lengi vel á höfuðborgarsvæðinu en kom líka við í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Hann hafði verið búsettur á Torrevieja á Spáni í nokkurn tíma og lést þar í byrjun vikunnar. Kviknaði ástríða fyrir söngnum Þorvaldur ræddi við Fréttablaðið um ferilinn árið 2014 í tilefni sjötugsafmælistónleika sem hann hélt þá um haustið. „Ég byrjaði að syngja á Siglufirði þar sem ég er fæddur og uppalinn. Ég var í skólahljómsveit. Eitt sinn ætlaði ég að spila lag sem Fats Domino hafði sungið en náði ekki að spila það á saxófóninn minn. Ég söng það í staðinn og fékk mjög góð viðbrögð. Við þetta kviknaði einhver ástríða fyrir söngnum og ég fór að leitast eftir því að komast í hljómsveit. Ég fékk síðan að syngja með Fjórum fjörugum, sem var þekkt band á Sigló á þessum tíma,“ sagði Þorvaldur, sem söng sumarlangt á kvöldin en vann í síldinni á daginn. „Maður kom heim í kvöldmat, skipti um föt og fór síðan að syngja fyrir fólkið. Þetta var auðvitað púl en mér þótti þetta skemmtilegt líf.“ Leiðin lá síðan í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann byrjaði í skólahljómsveitinni. „Ég fór líka að syngja með Hauki Heiðari, lækni og píanista, en hann var með hljómsveit á Hótel KEA. Þegar Sjallinn opnaði var mér og Vilhjálmi Vilhjálmssyni boðið að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal. Það var nokkur samkeppni á milli KEA og Sjallans á þessum tíma. Eftir eitt ár flutti Vilhjálmur síðan til Reykjavíkur og fór að syngja á Röðli en í hans stað kom fyrst Erla Stefánsdóttir og síðan Helena Eyjólfsdóttir,“ sagði Þorvaldur. „Við unnum saman til ársins 1972 en þá flutti ég suður. Ég starfaði bæði með Óla Gauk og hljómsveitinni Pónik í Reykjavík.“ Varð fyrir trúaráhrifum Þorvaldur flutti til Vestmannaeyja eftir gosið og starfaði þar sem rafvirki. „Konan mín er úr Eyjum og við bjuggum þar í tíu ár. Ég söng ekki með hljómsveitum á þeim árum en var í kór. Árið 1977 varð ég fyrir trúaráhrifum sem varð til þess að ég fór að syngja trúarleg lög. Ég var staddur með líf mitt á þannig punkti að ég þurfti á trúnni og kærleika guðs að halda.“ Þegar hann var spurður hvort óregla hefði leitt hann í trúna, sagði hann svo ekki vera. Það hefði verið meðvituð ákvörðun hans og konunnar, Margétar Scheving, að nota áfengi aðeins í hófi. „Nei, þetta var vissulega frelsun en ekki vegna óreglu. Við Margrét tókum snemma þá meðvituðu ákvörðun að nota áfengi einungis í hófi og það höfum við alltaf gert. Fáum okkur einstaka sinnum vínglas með mat en höfum látið áfengi að öðru leyti vera. En við þessa trúarlegu frelsun breyttist líf mitt og ég fór að starfa innan kirkjunnar,“ útskýrði Þorvaldur. Hann settist á skólabekk og lærði guðfræði við Háskóla Íslands. „Ég kláraði ekki námið. Það var of dýrt fyrir mann með stóra fjölskyldu að setjast á skólabekk. Við vorum með heimili á tveimur stöðum og námið var að setja okkur á hausinn,“ viðurkenndi hann. „Ég tók því þráðinn upp aftur að syngja opinberlega. Konan mín syngur orðið mikið með mér í kirkjunum. Til dæmis í svokallaðri Tómasarmessu sem er í Breiðholtskirkju einu sinni í mánuði,“ sagði Þorvaldur í viðtalinu fyrir tíu árum. Þá nefndi hann að þau Margrét semdu lög. Margrét samdi til dæmis lagið við sálminn Drottinn er minn hirðir sem er vinsæll í jarðarförum. „Við syngjum þetta lag oft og erum stolt af því. Þetta er fallegt lag og okkur finnst það passa víðar en í jarðarförum,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu sína Margréti, son þeirra Þorvald óperusöngvara auk þriggja barna í fyrra hjónabandi og þrjú börn Margrétar úr fyrra hjónabandi. Tónlist Andlát Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Greint er frá andláti Þorvaldar á tónlistarvefnum Glatkistunni. Þorvaldur fæddist á Siglufirði árið 1944 og lærði þar bæði á gítar og klarinett. Hann fór í menntaskóla á Akureyri og byrjaði þar að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri hljómsveitum. Hann söng lagið Á sjó með hljómsveit Ingimars en laginu er líst sem einkennislagi Þorvaldar á Glatkistunni og má heyra hér að neðan. Einnig má nefna lög á borð við Hún er svo sæt, Mig dregur þrá, Sumarást, Ég tek hundinn, Ég er sjóari og Sailor á Sánkti kildu. Þorvaldur flutti suður yfir heiðar á áttunda áratugnum, bjó lengi vel á höfuðborgarsvæðinu en kom líka við í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Hann hafði verið búsettur á Torrevieja á Spáni í nokkurn tíma og lést þar í byrjun vikunnar. Kviknaði ástríða fyrir söngnum Þorvaldur ræddi við Fréttablaðið um ferilinn árið 2014 í tilefni sjötugsafmælistónleika sem hann hélt þá um haustið. „Ég byrjaði að syngja á Siglufirði þar sem ég er fæddur og uppalinn. Ég var í skólahljómsveit. Eitt sinn ætlaði ég að spila lag sem Fats Domino hafði sungið en náði ekki að spila það á saxófóninn minn. Ég söng það í staðinn og fékk mjög góð viðbrögð. Við þetta kviknaði einhver ástríða fyrir söngnum og ég fór að leitast eftir því að komast í hljómsveit. Ég fékk síðan að syngja með Fjórum fjörugum, sem var þekkt band á Sigló á þessum tíma,“ sagði Þorvaldur, sem söng sumarlangt á kvöldin en vann í síldinni á daginn. „Maður kom heim í kvöldmat, skipti um föt og fór síðan að syngja fyrir fólkið. Þetta var auðvitað púl en mér þótti þetta skemmtilegt líf.“ Leiðin lá síðan í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann byrjaði í skólahljómsveitinni. „Ég fór líka að syngja með Hauki Heiðari, lækni og píanista, en hann var með hljómsveit á Hótel KEA. Þegar Sjallinn opnaði var mér og Vilhjálmi Vilhjálmssyni boðið að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal. Það var nokkur samkeppni á milli KEA og Sjallans á þessum tíma. Eftir eitt ár flutti Vilhjálmur síðan til Reykjavíkur og fór að syngja á Röðli en í hans stað kom fyrst Erla Stefánsdóttir og síðan Helena Eyjólfsdóttir,“ sagði Þorvaldur. „Við unnum saman til ársins 1972 en þá flutti ég suður. Ég starfaði bæði með Óla Gauk og hljómsveitinni Pónik í Reykjavík.“ Varð fyrir trúaráhrifum Þorvaldur flutti til Vestmannaeyja eftir gosið og starfaði þar sem rafvirki. „Konan mín er úr Eyjum og við bjuggum þar í tíu ár. Ég söng ekki með hljómsveitum á þeim árum en var í kór. Árið 1977 varð ég fyrir trúaráhrifum sem varð til þess að ég fór að syngja trúarleg lög. Ég var staddur með líf mitt á þannig punkti að ég þurfti á trúnni og kærleika guðs að halda.“ Þegar hann var spurður hvort óregla hefði leitt hann í trúna, sagði hann svo ekki vera. Það hefði verið meðvituð ákvörðun hans og konunnar, Margétar Scheving, að nota áfengi aðeins í hófi. „Nei, þetta var vissulega frelsun en ekki vegna óreglu. Við Margrét tókum snemma þá meðvituðu ákvörðun að nota áfengi einungis í hófi og það höfum við alltaf gert. Fáum okkur einstaka sinnum vínglas með mat en höfum látið áfengi að öðru leyti vera. En við þessa trúarlegu frelsun breyttist líf mitt og ég fór að starfa innan kirkjunnar,“ útskýrði Þorvaldur. Hann settist á skólabekk og lærði guðfræði við Háskóla Íslands. „Ég kláraði ekki námið. Það var of dýrt fyrir mann með stóra fjölskyldu að setjast á skólabekk. Við vorum með heimili á tveimur stöðum og námið var að setja okkur á hausinn,“ viðurkenndi hann. „Ég tók því þráðinn upp aftur að syngja opinberlega. Konan mín syngur orðið mikið með mér í kirkjunum. Til dæmis í svokallaðri Tómasarmessu sem er í Breiðholtskirkju einu sinni í mánuði,“ sagði Þorvaldur í viðtalinu fyrir tíu árum. Þá nefndi hann að þau Margrét semdu lög. Margrét samdi til dæmis lagið við sálminn Drottinn er minn hirðir sem er vinsæll í jarðarförum. „Við syngjum þetta lag oft og erum stolt af því. Þetta er fallegt lag og okkur finnst það passa víðar en í jarðarförum,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu sína Margréti, son þeirra Þorvald óperusöngvara auk þriggja barna í fyrra hjónabandi og þrjú börn Margrétar úr fyrra hjónabandi.
Tónlist Andlát Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Starfið heldur mér ungum Þorvaldur Halldórsson söngvari verður sjötugur á miðvikudaginn og efnir til afmælistónleika í Grafarvogskirkju af því tilefni. Þar mun hann rifja upp þekktustu lögin frá ferlinum með hjálp góðra gesta. 27. október 2014 12:00