Sport

Töku­maður labbaði inn á brautina og var hárs­breidd frá því að lenda í á­rekstri við hlauparana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tökumaðurinn virtist algjörlega í eigin heimi og labbaði inn á hlaupabrautina.
Tökumaðurinn virtist algjörlega í eigin heimi og labbaði inn á hlaupabrautina.

Litlu mátti muna að tökumaður lenti í árekstri við keppendur í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í gær.

Þegar keppendur í öðrum undanriðli áttu eftir að hlaupa fjóra hringi gekk tökumaður inn á brautina.

Hann virtist algjörlega ómeðvitaður um aðstæður en hlaupararnir náðu sem betur fer að forða árekstri við tökumanninn.

Nokkrir hlauparar létu óánægju sína í ljós, meðal annars Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen sem kom fyrstur í mark í riðlinum.

Þetta var ekki eina uppákoman í undanriðlunum í fimm þúsund metra hlaupi því George Mills og Hugo Hay lentu í orðaskaki eftir að þeir komu í mark. Mills datt eftir árekstur á lokahringnum og taldi að Hay hefði orsakað hann. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi voru dómararnir sammála Mills og hann komst því í úrslit fimm þúsund metra hlaupsins, líkt og Hay.

Úrslitin í fimm þúsund metra hlaupinu fara fram á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×