Sport

Sneri ökkla í upp­hitun fyrir fyrstu Ólympíu­leikana

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sophie Weissenberg neyddist til að segja sig frá keppni á Ólympíuleikunum.
Sophie Weissenberg neyddist til að segja sig frá keppni á Ólympíuleikunum. Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images

Þýska sjöþrautarkonan Sophie Weissenberg sneri ökkla í upphitun fyrir undankeppnina og var tekin af velli í hjólastól. 

Sophie þykir öflug sjöþrautarkona og hefur unnið gull- og silfurverðlaun á HM u20 ára og EM u23 ára. Hún er nú orðin 26 ára, situr í níunda sæti heimslistans og var að fara að taka þátt á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn.

Sophie var rúllað af velli í hjólastól.Patrick Smith/Getty Images

Atvikið átti sér stað í upphitun rétt áður en Sophie átti að hefja keppni, þá flækti hún fótinn í grind, haltraði nokkra metra og lagðist svo niður.

Hún lá sárþjáð og grátandi áður en sjúkraliðar komu henni til aðstoðar og fluttu burt í hjólastól. 

Ekki er víst hversu alvarleg meiðslin eru en hún hefur sagt sig frá keppni í sjöþraut á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×