„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:35 Björn segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59
Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41