Brennandi hús Helgi Guðnason skrifar 8. ágúst 2024 13:01 Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar