Frægasti skúrkur Ástralíu allur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:45 Jack Karlson árið 1991 við handtöku sína í Brisbane, nýbúinn að segja lögreglumanni að taka hönd sín af typpi hans. Jack Karlson einn frægasti skúrkur Ástralíu er látinn 82 ára að aldri. Karlson var handtekinn árið 1991 og var handtakan tekin upp á myndband þar sem Karlson fór með sannkallaða eldræðu svo athygli vakti. Myndbandinu var hlaðið upp á netið árið 2009 og er fyrir löngu orðið ódauðlegt. „Hver er sökin?! Að borða máltíð? Gómsæta kínverska máltíð?!“ sagði Karlson með þvílíkum tilþrifum þar sem hann var umkringdur lögreglumönnum í Brisbane í Ástralíu árið 1991. Þá sagði hann að handtakan væri birtingarmynd lýðræðisins og hefur myndbandið af handtökunni og „meme“ skjáskot úr því gjarnan verið tengt við þá línu. Hið fræga myndband má sjá hér að neðan. Leyndardómshula yfir Karlson Fram kemur í umfjöllun Guardian um Karlson að hann hafi verið einn þekktasti bófi Ástralíu. Hann hafi ítrekað gerst sekur um minniháttar afbrot og hafi ítrekað flúið fangelsi. Segir í umfjöllun miðilsins að Karlsson hafi látist umkringdur fjölskyldumeðlimum. Hann hafi verið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur, sem hann hafi ítrekað reynt að „flýja“ á sinn einstaka hátt og beðið fjölskyldumeðlimi sína um að smygla til sín pípunni sinni. Fram kemur að nú sé unnið að heimildarmynd um kappann. Heath Davis kvikmyndagerðarmaður segist ekki telja að Jack Karlson hafi verið hans raunverulega nafn. Hann telur hann hafa heitið ýmsum nöfnin undanfarin ár. Guardian hefur eftir honum að hann búist við að ógrynni af upplýsingum muni liggja fyrir um ævi Karlson síðar meir. Hann segir ljóst að öll þau skipti sem hann hafi flúið úr fangelsi hafi verið lygileg og nefnir meðal annars að Karlson hafi eitt sinn hoppað úr lest á ferð til þess að flýja fangara sína. Segir Davis að Karlson hafi haft lítinn áhuga á eigin frægð í netheimum. „Hann var orðinn að þjóðsögu án þess að hafa haft hugmynd um það.“ Hvergi nærri því að taka í typpið Þá hitti Karlson einn lögreglumannanna, Stoll Watt, sem handtók hann í hinu fræga myndbandi árið 1991 við gerð heimildarmyndarinnar. Stoll segir alveg ljóst að Karlson hafi verið hæfileikaríkur leikari, leiklistina hafi hann líklega numið í fangelsi. „En hann var líka alvöru sviðsmaður. Hann laug sig eitt sinn úr haldi í húsakynnum dómstóls í Sydney, sagðist vera rannsóknarlögreglumaður og hvernig öðruvísi væri það hægt nema að vera ótrúlega sjálfsöruggur, já og spunameistari,“ er haft eftir lögreglumanninum. Eitt af því sem Karlson hafi spunnið hafi einmitt verið fullyrðingar hans um að lögreglumennirnir hafi gripið í typpi hans við handtökuna árið 1991. Stoll lýsir atvikinu þannig að hann hafi haldið í Karlson sem hafi runnið til og hönd hans því færst neðar á læri hans. „Hann sagði að ég hefði gripið í „hlutinn, en ég var ekki einu sinni nálægt því,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist minnast Karlson með hlýju. Ástralía Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Hver er sökin?! Að borða máltíð? Gómsæta kínverska máltíð?!“ sagði Karlson með þvílíkum tilþrifum þar sem hann var umkringdur lögreglumönnum í Brisbane í Ástralíu árið 1991. Þá sagði hann að handtakan væri birtingarmynd lýðræðisins og hefur myndbandið af handtökunni og „meme“ skjáskot úr því gjarnan verið tengt við þá línu. Hið fræga myndband má sjá hér að neðan. Leyndardómshula yfir Karlson Fram kemur í umfjöllun Guardian um Karlson að hann hafi verið einn þekktasti bófi Ástralíu. Hann hafi ítrekað gerst sekur um minniháttar afbrot og hafi ítrekað flúið fangelsi. Segir í umfjöllun miðilsins að Karlsson hafi látist umkringdur fjölskyldumeðlimum. Hann hafi verið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur, sem hann hafi ítrekað reynt að „flýja“ á sinn einstaka hátt og beðið fjölskyldumeðlimi sína um að smygla til sín pípunni sinni. Fram kemur að nú sé unnið að heimildarmynd um kappann. Heath Davis kvikmyndagerðarmaður segist ekki telja að Jack Karlson hafi verið hans raunverulega nafn. Hann telur hann hafa heitið ýmsum nöfnin undanfarin ár. Guardian hefur eftir honum að hann búist við að ógrynni af upplýsingum muni liggja fyrir um ævi Karlson síðar meir. Hann segir ljóst að öll þau skipti sem hann hafi flúið úr fangelsi hafi verið lygileg og nefnir meðal annars að Karlson hafi eitt sinn hoppað úr lest á ferð til þess að flýja fangara sína. Segir Davis að Karlson hafi haft lítinn áhuga á eigin frægð í netheimum. „Hann var orðinn að þjóðsögu án þess að hafa haft hugmynd um það.“ Hvergi nærri því að taka í typpið Þá hitti Karlson einn lögreglumannanna, Stoll Watt, sem handtók hann í hinu fræga myndbandi árið 1991 við gerð heimildarmyndarinnar. Stoll segir alveg ljóst að Karlson hafi verið hæfileikaríkur leikari, leiklistina hafi hann líklega numið í fangelsi. „En hann var líka alvöru sviðsmaður. Hann laug sig eitt sinn úr haldi í húsakynnum dómstóls í Sydney, sagðist vera rannsóknarlögreglumaður og hvernig öðruvísi væri það hægt nema að vera ótrúlega sjálfsöruggur, já og spunameistari,“ er haft eftir lögreglumanninum. Eitt af því sem Karlson hafi spunnið hafi einmitt verið fullyrðingar hans um að lögreglumennirnir hafi gripið í typpi hans við handtökuna árið 1991. Stoll lýsir atvikinu þannig að hann hafi haldið í Karlson sem hafi runnið til og hönd hans því færst neðar á læri hans. „Hann sagði að ég hefði gripið í „hlutinn, en ég var ekki einu sinni nálægt því,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist minnast Karlson með hlýju.
Ástralía Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“