Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Björg Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 15:02 Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Leikskólar Skóla- og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun