Fordæmalaust mál á borði KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 10:04 Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Vísir/Ívar Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34