„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 18:58 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, naut sín vel í blíðunni í dag á Kópavogsvelli. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn