Parið hefur verið að hittast í undanfarna mánuði og notið sumarsins saman en þau fóru meðal annars saman í Parísarhjólið við Reykjavíkurhöfn á dögunum.
Ágúst Bent er ekki aðeins rappari heldur hefur hann einnig starfað sem leikstjóri, kvikmyndatökumaður og handritshöfundur.
Hljómsveitin XXX Rottweilerhundar kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þá fagnaði hljómsveitin 25 ára afmæli sínu með risatónleikum í Laugardalshöll 17. maí síðastlíðinn.
Matta eins og hún er gjarnan kölluð er ein farsælasta fyrirsæta landsins og var uppgötvuð aðeins fjórtán ára gömul. Hún sigraði Ford-fyrirsætukeppnina árið 2005 og fékk í framhaldi samning hjá Ford.
Hún hefur starfað sem fyrirsæta víða um heiminn og má þar nefna New York, Mílanó, London, París, Kína og í Tokyo. Á ferlinum hefur hún meðal annars setið fyrir í auglýsingaherferð fyrir fatamerkið Diesel, í bandaríska tískutímaritinu Marie Claire auk þess em hún gekk á tískupallinum í New York árið 2011 á sýningu L´Wren Scott.