Framsókn og VG útiloki ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 12:15 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira