Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 11:23 Strákarnir trúlofuðu sig á Íslandi á meðan Elliot lá á sjúkrabeði. Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. „Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47