Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 12:51 Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“ Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir vindorkuver við Búrfell. Þar stendur til að reisa um þrjátíu vindmyllur sem ná allt að hundrað og fimmtíu metra upp í loft. Þetta þykja nokkur tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem leyfi er gefið út til vindorkuvirkjunar hér á landi. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. „Landvernd telur alls ekki tímabært að gefa út virkjanaleyfi fyrir vindorku á Íslandi því stefna um vinnslu vindorku og framtíð hennar er bara ennþá óunnin og það er bara alls ekki gott. Þetta fyrsta leyfi Orkustofnunar til vindorkustofnunar er mikið áhyggjuefni en um leið mjög mikil hvatning til náttúruverndarsinna og til alls almennings um að þrýsta á stjórnvöld um að móta nú einu sinni stefnu í tæka tíð en ekki eftir að framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu á tugum svæða úti um Ísland verða komnar of langt til þess að hægt sé að hafa áhrif á þær.“Björg Eva segir átak í vitundarvakningu hafið. „Við sjáum tilefni til að fara núna í mjög öfluga kynningarherferð á landi sem er undir á teikniborði vindorkuframleiðenda og við vorum nú með stóreflisgöngu um Grjótháls í Borgarfirði um síðustu helgi og tóku þar þátt margir tugir manna og kvenna, það voru 70 manns í göngunni og það markar upphafið að þeirri kynningu á landsvæðum, heiðum í háska, sem við köllum, þannig að fólk þarf núna bara að fá almennilegar upplýsingar um þetta allt saman og það þarf að móta stefnu í samvinnu við almenning um hvernig við ætlum að hafa þessa hluti og hvort við ætlum að hafa þá.“Fjölmargir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu slíkra vindmyllugarða.„Ég held það sé í kringum fimmtíu hugmyndir á einhverju skipulagsplani eða hugmyndastigi og sumar komnar mun lengra en það, maður heyrir af því að það sé búið að flytja inn einhver tilraunamöstur fyrir framkvæmdum og að þetta sé bara að læðast að úr öllum áttum og það er bara verulegt áhyggjuefni.“
Vindorka Tengdar fréttir Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32