Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 06:31 Imane Khelif með gullverðlaun sín og svo þau J.K. Rowling og Elon Musk Getty Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024 Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00
Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01