Eyðilagði sumarfríið fyrir Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 11:01 Carlo Ancelotti á æfingu Real Madrid fyrir leikinn í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Carlo Ancelotti þarf auðvitað að velja byrjunarliðið hjá Real Madrid og það er ekki auðvelt verk þegar þú ert með troðfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira