Eyðilagði sumarfríið fyrir Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 11:01 Carlo Ancelotti á æfingu Real Madrid fyrir leikinn í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Carlo Ancelotti þarf auðvitað að velja byrjunarliðið hjá Real Madrid og það er ekki auðvelt verk þegar þú ert með troðfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira