„Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:10 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess. Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már. Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már.
Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira