Orsök veikindanna enn á huldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:46 Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir þó að ekki sé búið að staðfesta að veikindin kringum Rjúpnavelli stafi af menguðu neysluvatni. Vísir/Berghildur Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“ Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira