Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:07 Faðir barnanna, Mohamed, með fæðingarvottorð tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni eftir að þau voru drepin. Vísir/Getty Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. „Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
„Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56