Kálhaus féll ekki í kramið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 16:13 „Við berum ekki ábyrgð á þessu,“ segja karlarnir við Truss sem var ekki sátt við gjörninginn. Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra. Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning