Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að meðal þeirra sem þurfti að leggja á dagssektir hafi verið hundaeigandi á Suðurlandi sem neitaði að afhenda MAST rafólar, sem óheimilt er að nota á hunda. Hann bar því við að hann þyrfti tíma til að kaupa nýjar ólar en skilaði rafólunum áður en til dagsekta kom. Í kjölfarið var lögð stjórnvaldssekt að upphæð 82500 króna á eigandann.
Dagsektir voru einnig lagðar á minkabú Suðvesturlandi þar sem þurfti að þvinga fram úrbætur á velferð dýranna og á umráðamann hrossa á Suðurlandi til að knýja á um úrbætur vegna slysahættu og sinna hófhirðu.
Stjórnvaldssekt var lög á kúabú á Vesturlandi sem skorti varaafl þegar rafmagnslaust varð, sem olli því að mjaltir drógust á langinn, og einnig var svínabú á Suðvesturlandi sektað vegna brota á dýravelferð, en starfsmönnum búsins tókst ekki að svipta gyltu meðvitund fyrir aflífun eins og skylt er.
Þá var öll matvælaframleiðsla stöðvuð hjá fyrirtæki á Norðurlandi vegna verulegra frávika og sóðaskapar. Stöðvuninni var þó aflétt eftir úrbætur.