„Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Erna Bjarnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:31 Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. Við lestur greinarinnar er ágætt að sjá að nú kveður við eilítið annan tón en fyrr og í staðinn fyrir að tala um „…allt að 43% lægra matvöruverð án tolla…“ segir að „…verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Gott er að menn sjái að sér í alhæfingunum. En eftir að hafa séð að sér í alhæfingunum fer Ragnar inn á aðrar áður mistroðnar slóðir. Fyrst er til að taka um áhrif afnáms tolla á föt og skó en í því sambandi fullyrðir hann að tollaniðurfellingar skili sér til neytenda. Eins og kunnugt er voru árið 2015 einhliða felldir niður tollar og vörugjöld af öðrum vörum en matvörum. Í fljótheitum má finna frétt um málið á vef DV mánudaginn 9. maí 2016 sem ber yfirskriftina „Afnám tolla skila sér ekki til neytenda“ ( Þar er vitnað í tilkynningu frá ASÍ sama dag þar sem segir að samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi afnám tolla og skóm í upphafi árs átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda. Þar af hefði afnám tolla á fötum og skóm átt að skila um 7,8% lækkun þeirra vara í vísitölu neysluverðs. Reyndin hafi verið 4% lækkun sem Verðlagseftirlit ASÍ segir „…það allt of lítið miðað við áætlun þess. Velja neytendur með veskinu? Í framhaldinu gerir Ragnar lítið úr varnaðarorðum fjármálaráðherra um að afnám tolla myndi hafa geigvænleg áhrif á afkomu þeirra sem vinna við landbúnað og greinar honum tengdum og segir að um allan heim greiði neytendur hærra verð fyrir vörur úr nærumhverfi sínu. Fyrr í vikunni sýndi hlustendakönnun síðdegisútvarps Bylgjunnar að verð á matvörum ræður mestu við val neytenda á vörum við innkaup. Enda hvernig ættu neytendur öðruvísi að hagnast á fyrrnefndri meintri 43% lækkun við afnám tolla? Hér verður ekki bæði sleppt og haldið annað hvort nýta neytendur lægra vöruverð vegna afnáms tolla eins og Viðskiptaráð boðar eða ekki. Afnám tolla á grænmeti Sérfræðingur Viðskiptaráðs kemur síðan með söguna af afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku. Rétt er að almennir tollar á þessar vörur voru afnumdir árið 2002. En af hverju kýs Viðskiptaráð að kannast ekki við að samhliða voru teknar upp beingreiðslur til framleiðenda þessara afurða sem áttu að bæta upp tekjutap vegna afnáms tollanna. Við þetta má bæta að einnig voru teknar upp niðurgreiðslur á dreifingakostnaði rafmagns til framleiðenda þessara afurða. Það sem Viðskiptaráð virðist þó alls ekki vita neitt um er að í tengslum við gerð samnings um viðskipti með landbúnaðarvörur við ESB árið 2007, voru almennir tollar á ný lagðir á þessar afurðir. Í tollskrá er því almennur tollur nú 10% en 0% gagnvart mörgum viðskiptabandalögum þar sem svo hefur verið samið um. Ágætt væri að Viðskiptaráð útskýrði betur hvað það á við með því að tollar séu felldir niður? Er það þegar tollar eru lækkaðir eða felldir niður með viðskiptasamningum, eða er það einhliða niðurfelling tolla? ESB er tollabandalag Ragnar heldur því síðan fram að sú sem hér heldur á penna hafi sagt í útvarpsþætti á Bylgjunni sl. mánudag (12.08.24) að „… tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi.“ Þetta er auðvitað víðsfjarri sanni. ESB er tollabandalag og innri markaður ESB er allur án tolla. Hins vegar sagði ég að ESB legði tolla á mun fleiri landbúnaðarvörur en Ísland. Þannig eru t.d. lagðir tollar á allar mjólkurafurðir inn til ESB líkt og Íslands. Hins vegar eru sem dæmi aðeins 6,5% kornvöru og samsettra matvara tollfrjálsar inn til ESB meðan sú tala er 22,2% til Íslands samkvæmt samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða viðskiptastofnuninni í Genf. Hér er vitaskuld átt við almenna tolla sem bjóðast öllum aðildarríkjum WTO. Færeyingasaga Viðskiptaráðs Í lokahluta greinar Ragnars kemur svo alveg nýtt útspil þegar lagt er til að við horfum til frænda okkar Færeyinga í þessum málum. Hér tel ég æði ólíku saman að jafna. Fyrst ber að geta þess að matvörumarkaður í Færeyjum er örmarkaður. Færeyingar telja 55 þúsund manns og heimsækja um 100 þúsund ferðamenn eyjurnar ár hvert. Íslendingar eru tæplega tíu sinnum fjölmennari og koma 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands ár hvert. Eins og alþekkt er – og Viðskiptaráð veit manna best – þá er vöruúrval einatt meira á stærri markaðssvæðum. Þá er samband Íslands og ESB allt annars eðlis en samband Færeyja og ESB. Færeyjar eru ekki aðilar að EES-samningnum og njóta því ekki fulls aðgangs að innri markaði ESB, líkt og Ísland. Í 19. gr. EES-samningsins er mælt fyrir um viðskipti með landbúnaðarvörur (matvara fellur þar undir) og gert ráð fyrir því að samið sé um frekari fríverslun með landbúnaðarvörur með reglulegu millibili. Af hverju ætti Ísland að fella einhliða niður tolla á t.d. matvöru og hefði því ekkert að bjóða í samningaviðræðum um aukinn markaðsaðgang íslenskra vara inn í ESB. Það kemur á óvart að Viðskiptaráð, sem skv. heimasíðu „vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf“ skulu leggja til slíkan afleik í samskiptum við ESB (eða önnur ríki). Er tollfrelsi á skólatöskum? Grípum að lokum niður annars staðar í pyngju neytenda. Í vikunni heyrði ég af samræðum á vinnustað hér í borginni. Þar voru foreldrar sem um þessar mundir eru að búa börn sín í skóla með kaupum á nauðsynlegum búnaði. Verð á skólatöskum bar þar á góma og bentu einhver þeirra á að kaup á nýjum skólatöskum fyrir þrjú börn gætu slagað hátt í 90.000 kr. Sannarlega fann ég á netinu slíkar töskur sem boðnar eru fyrir um 27.000 kr. stykkið. Hver er álagningin á þessar vörur sem fluttar eru tollfrjálsar inn til landsins? Viðskiptaráð hefur heldur ekki enn svarað því hvers vegna raftæki eru hlutfallslega dýrust hér á landi af 36 löndum í Evrópu þrátt fyrir tollfrelsi og brauð og kornvörur næst dýrust sem sömuleiðis eru án tolla. Svör óskast. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Tengdar fréttir Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01 Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00 Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. Við lestur greinarinnar er ágætt að sjá að nú kveður við eilítið annan tón en fyrr og í staðinn fyrir að tala um „…allt að 43% lægra matvöruverð án tolla…“ segir að „…verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Gott er að menn sjái að sér í alhæfingunum. En eftir að hafa séð að sér í alhæfingunum fer Ragnar inn á aðrar áður mistroðnar slóðir. Fyrst er til að taka um áhrif afnáms tolla á föt og skó en í því sambandi fullyrðir hann að tollaniðurfellingar skili sér til neytenda. Eins og kunnugt er voru árið 2015 einhliða felldir niður tollar og vörugjöld af öðrum vörum en matvörum. Í fljótheitum má finna frétt um málið á vef DV mánudaginn 9. maí 2016 sem ber yfirskriftina „Afnám tolla skila sér ekki til neytenda“ ( Þar er vitnað í tilkynningu frá ASÍ sama dag þar sem segir að samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi afnám tolla og skóm í upphafi árs átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda. Þar af hefði afnám tolla á fötum og skóm átt að skila um 7,8% lækkun þeirra vara í vísitölu neysluverðs. Reyndin hafi verið 4% lækkun sem Verðlagseftirlit ASÍ segir „…það allt of lítið miðað við áætlun þess. Velja neytendur með veskinu? Í framhaldinu gerir Ragnar lítið úr varnaðarorðum fjármálaráðherra um að afnám tolla myndi hafa geigvænleg áhrif á afkomu þeirra sem vinna við landbúnað og greinar honum tengdum og segir að um allan heim greiði neytendur hærra verð fyrir vörur úr nærumhverfi sínu. Fyrr í vikunni sýndi hlustendakönnun síðdegisútvarps Bylgjunnar að verð á matvörum ræður mestu við val neytenda á vörum við innkaup. Enda hvernig ættu neytendur öðruvísi að hagnast á fyrrnefndri meintri 43% lækkun við afnám tolla? Hér verður ekki bæði sleppt og haldið annað hvort nýta neytendur lægra vöruverð vegna afnáms tolla eins og Viðskiptaráð boðar eða ekki. Afnám tolla á grænmeti Sérfræðingur Viðskiptaráðs kemur síðan með söguna af afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku. Rétt er að almennir tollar á þessar vörur voru afnumdir árið 2002. En af hverju kýs Viðskiptaráð að kannast ekki við að samhliða voru teknar upp beingreiðslur til framleiðenda þessara afurða sem áttu að bæta upp tekjutap vegna afnáms tollanna. Við þetta má bæta að einnig voru teknar upp niðurgreiðslur á dreifingakostnaði rafmagns til framleiðenda þessara afurða. Það sem Viðskiptaráð virðist þó alls ekki vita neitt um er að í tengslum við gerð samnings um viðskipti með landbúnaðarvörur við ESB árið 2007, voru almennir tollar á ný lagðir á þessar afurðir. Í tollskrá er því almennur tollur nú 10% en 0% gagnvart mörgum viðskiptabandalögum þar sem svo hefur verið samið um. Ágætt væri að Viðskiptaráð útskýrði betur hvað það á við með því að tollar séu felldir niður? Er það þegar tollar eru lækkaðir eða felldir niður með viðskiptasamningum, eða er það einhliða niðurfelling tolla? ESB er tollabandalag Ragnar heldur því síðan fram að sú sem hér heldur á penna hafi sagt í útvarpsþætti á Bylgjunni sl. mánudag (12.08.24) að „… tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi.“ Þetta er auðvitað víðsfjarri sanni. ESB er tollabandalag og innri markaður ESB er allur án tolla. Hins vegar sagði ég að ESB legði tolla á mun fleiri landbúnaðarvörur en Ísland. Þannig eru t.d. lagðir tollar á allar mjólkurafurðir inn til ESB líkt og Íslands. Hins vegar eru sem dæmi aðeins 6,5% kornvöru og samsettra matvara tollfrjálsar inn til ESB meðan sú tala er 22,2% til Íslands samkvæmt samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða viðskiptastofnuninni í Genf. Hér er vitaskuld átt við almenna tolla sem bjóðast öllum aðildarríkjum WTO. Færeyingasaga Viðskiptaráðs Í lokahluta greinar Ragnars kemur svo alveg nýtt útspil þegar lagt er til að við horfum til frænda okkar Færeyinga í þessum málum. Hér tel ég æði ólíku saman að jafna. Fyrst ber að geta þess að matvörumarkaður í Færeyjum er örmarkaður. Færeyingar telja 55 þúsund manns og heimsækja um 100 þúsund ferðamenn eyjurnar ár hvert. Íslendingar eru tæplega tíu sinnum fjölmennari og koma 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands ár hvert. Eins og alþekkt er – og Viðskiptaráð veit manna best – þá er vöruúrval einatt meira á stærri markaðssvæðum. Þá er samband Íslands og ESB allt annars eðlis en samband Færeyja og ESB. Færeyjar eru ekki aðilar að EES-samningnum og njóta því ekki fulls aðgangs að innri markaði ESB, líkt og Ísland. Í 19. gr. EES-samningsins er mælt fyrir um viðskipti með landbúnaðarvörur (matvara fellur þar undir) og gert ráð fyrir því að samið sé um frekari fríverslun með landbúnaðarvörur með reglulegu millibili. Af hverju ætti Ísland að fella einhliða niður tolla á t.d. matvöru og hefði því ekkert að bjóða í samningaviðræðum um aukinn markaðsaðgang íslenskra vara inn í ESB. Það kemur á óvart að Viðskiptaráð, sem skv. heimasíðu „vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf“ skulu leggja til slíkan afleik í samskiptum við ESB (eða önnur ríki). Er tollfrelsi á skólatöskum? Grípum að lokum niður annars staðar í pyngju neytenda. Í vikunni heyrði ég af samræðum á vinnustað hér í borginni. Þar voru foreldrar sem um þessar mundir eru að búa börn sín í skóla með kaupum á nauðsynlegum búnaði. Verð á skólatöskum bar þar á góma og bentu einhver þeirra á að kaup á nýjum skólatöskum fyrir þrjú börn gætu slagað hátt í 90.000 kr. Sannarlega fann ég á netinu slíkar töskur sem boðnar eru fyrir um 27.000 kr. stykkið. Hver er álagningin á þessar vörur sem fluttar eru tollfrjálsar inn til landsins? Viðskiptaráð hefur heldur ekki enn svarað því hvers vegna raftæki eru hlutfallslega dýrust hér á landi af 36 löndum í Evrópu þrátt fyrir tollfrelsi og brauð og kornvörur næst dýrust sem sömuleiðis eru án tolla. Svör óskast. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01
Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00
Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun