Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 14:36 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gjaldþrot Skagans 3X hnefahögg fyrir samfélagið á Akranesi og furðar sig á hvers vegna ekki var hægt að semja til þess að halda starfseminni gangandi með nýjum eigendum. Stöð 2/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur. Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur.
Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira