Sport

FH vann aftur þre­falt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
57. Bikarkeppni FRÍ í Kópavogi um helgina.
57. Bikarkeppni FRÍ í Kópavogi um helgina. FRÍ

FH varði titla sína í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands á Kópavogsvelli í dag.

A-lið FH hlaut samtals 166 stig í greinunum 27 sem keppt var í, og endaði 14 stigum fyrir ofan ÍR sem varð í 2. sæti. 

FH vann sömuleiðis bæði kvenna- og karlakeppnina en kvennaliðið fékk 84 stig, tíu stigum fleiri en ÍR og 28 stigum fleiri en Fjölnir/UMSS sem varð í 3. sæti. 

Hjá körlunum endaði FH með 82 stig, ÍR í 2. sæti með 78 stig og Breiðablik í 3. sæti með 65 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×