Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 19:22 Benjamín Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Bjarni Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“ Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“
Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02