„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa 17. ágúst 2024 18:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni þegar hann var enn þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. „Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira