Ótrúleg endurkoma Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Evrópumeistarinn Álvaro Morata kom inn af bekknum og breytti gangi mála. EPA-EFE/MATTEO BAZZI AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli. Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Sjá meira
Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Sjá meira
Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01