„Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 18:01 Alda Lóa segist ekki geta litið undan ástandinu á Gasa á meðan hún vinni þetta verkefni. Það sé það sem sé erfiðast við þetta því ástandið versni með hverjum deginum sem líði. Mynd/Aðsend Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. „Ég man í fyrstu mótmælagöngunum þá var ég að skima í kringum mig og skildi ekki hvar allir karlarnir væru,“ segir Alda Lóa og að mótmælin hafi nærri alveg frá upphafi einkennst af þátttöku kvenna. „Mér fannst þetta stór undarlegt og fór að spyrja mig hvort mótmæli gegn þjóðarmorði væri sumpart einskonar kvennabarátta og hvað gæti valdið því. Við vitum fyrir víst að 70 prósent af hinum látnu í Palestínu eru konur og börn,“ segir hún og heldur áfram. Gígja Sara Björnsson og Sóley. Myndin er úr væntanlegri bók Öldu.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir „Konur vita að stríð er ómennska. Þar sem konur og börn líða mest. Þessar konur sem ég hitti þær þurftu ekki einu sinni að spyrja sig eða lesa tölurnar, þær bara vita þetta og þekkja þessa skepnu. Stríð og dráp sem hefur elt okkur alla tíð og ætlar seint að linna. Að hluta til er þetta kvennabarátta af því eina ferðina enn eru konur að spyrna við heimi hvíta karlsins sem augljóst er stjórnandi þjóðarmorðsins og höfundur þeirra nýlendusjónarmiða að slátra fólki til þess að ná undir sig auðlindum og landsvæði. Nú rísa eflaust hárin á öllu körlunum sem lesa þetta en ég get róað þá með því að hvíti karlinn er samnefnari yfir valdaníð. Ég meina ekki einstaka hvítan karl. Ekki endilega hvíta karlinn í næsta húsi,“ segir Alda Lóa og að hún sé meðvituð um það að fæstir karlar séu fylgjandi valdníðslu. Einar með tilfinningar sínar „En konurnar voru margar bara einar með þessar tilfinningar. Skrolluðu óvart á Instagram heima í sófa og sjá þennan hrylling. Þær upplifðu sig einar af því að enginn í fjölskyldunni eða á vinnustaðnum tók undir með þeim. Við slíkar aðstæður fer þér auðvitað að líða undarlega. Eins og þú sért í Truman Show,“ segir Alda Lóa. Konurnar hafi, við þessar aðstæður, ákveðið að taka málin í eigin hendur. „Þetta var alveg sjálfsprottið. Það var engin í kringum þær að ýta undir þetta. Þær sáu þetta á Instagram, þessa skelfingu, og fengu engan stuðning. Þær gátu ekki speglað tilfinningar sínar á neinum í fjölskyldunni eða vinnunni og voru auðvitað að verða klikkaðar. Eða leið þannig. Margar þeirra hringdu í Ísland-Palestínu eða í aðrar konur sem voru að tala um þetta í fjölmiðlum. Til að spyrja hvað þær gætu gert. Þær gátu ekki lifað með þessu einar heima eða í sínu umhverfi,“ segir Alda Lóa og að til að viðhalda eigin geðheilsu hafi þær fundið aðrar konur, og einhverja karla, sem skildu tilfinningar þeirra. Systurnar, Sigríður og Snúlla eru elsta kynslóðin. Næsta kynslóð er Mist með skiltið, og Gunnlöð og syturnar Melkorka og Maryam Hrund og þriðja kynslóð, Rowen Lilja og Tristan Raine.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir Hún segir konurnar sem hún hafi hitt afar ólíkar þótt svo að þær eigi þessa baráttu sameiginlega. Þær séu af öllum stéttum og áttum úr samfélaginu. „En þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær,“ segir Alda Lóa og að í gegnum þessa hreyfingu hafi þessar konur fengið von og trú á mannkynið á ný. „Af því þessi barátta er svo sjálfsprottin og hjartahrein.“ Lifandi en líka úrvinda Alda Lóa stefnir á að tala við hundrað konur fyrir bókina og hefur þegar talað við um helming. Hún hefur myndað þær líka en segist þurfa að mynda einhverjar aftur. „Fæstar þeirra hef ég hitt áður. Ég fer heim til þeirra og er að heimsækja hverfi og heimili sem ég kæmist ekki annars til. Nema í gegnum þetta verkefni. Þessar konur eru svo lifandi en á sama tíma eru þær úrvinda eftir baráttuna. Ég finn það. Eins og þær hafi séð eitthvað með eigin augum sem þær trúa ekki. Eins og þær hafi séð inni í helvíti. Ég er að fikra mig í gegnum frásagnir þeirra og ætlunin er að ná heildaryfirsýn yfir baráttuna frá byrjun fram á daginn í dag. Þeirra ólíka aðkoma að stórkostlegri mannréttindabaráttu.“ Ellen Larssen er ein af þeim konum sem Alda er búin að tala við.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir Alda Lóa segir margar þeirra kvenna sem hún hefur talað við tengja baráttuhug sinn við þeirra eigin móðurtilfinningu. Þær eigi margar lítil börn eða séu í fæðingarorlofi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera, heldur er alger mennska. Þegar ég fór að tala við þær fannst mér þetta líka geta tengst því að þær voru nýbúnar að fæða börn eða áttu lítil börn. Þær bara þoldu þetta ekki. Ég er orðin svo gömul og hörðnuð að ég tengdi ekkert endilega við það, en þetta er svo fallegt.“ Fundu félagsskap sinn Hún segir að þegar þessar konur, þegar þær hafi verið byrjaðar, hafi þær svo fundið félagsskapinn sinn í þessu starfi. Þær hafi farið að safna peningum, fötum og einhverjar hafi farið til Kaíró til að koma fólki yfir landamærin og aðrar tekið að sér fjölskyldur sem komu til Íslands. „Þær eignuðust vini í þessu sem þær eru svo þakklátar fyrir í dag. Þetta er rosalega sterkur hópur,“ segir Alda Lóa og að hún hafi séð á þeim að þegar þær fundu hópinn sinn hafi þær tvíeflst í baráttunni. Sigríður Regina og Sigurþór. Spurð hvort viðfangsefnið sé erfitt andlega svarar Alda Lóa því strax neitandi. „Það er svo mikil mennska þarna, kjarkur og styrkur. Þetta er alls ekki erfitt en það sem er erfitt er að fylgjast miklu betur með því sem er að gerast í Palestínu. Ég get ekki horft undan á meðan ég sinni þessu verkefni. Horfurnar versna með hverjum deginum og þetta er algjörlega óskiljanlegt.“ Alda Lóa er eins og er með söfnun á Karolinafund og stefnir á að ljúka henni á næstu tveimur mánuðum. Hægt er að kaupa bókina þar fyrirfram og plakat með. Þá er einnig hægt að kaupa útprentað portrett af einhverri kvennanna og fá áritað eintak. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Jafnréttismál Börn og uppeldi Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. 8. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Ég man í fyrstu mótmælagöngunum þá var ég að skima í kringum mig og skildi ekki hvar allir karlarnir væru,“ segir Alda Lóa og að mótmælin hafi nærri alveg frá upphafi einkennst af þátttöku kvenna. „Mér fannst þetta stór undarlegt og fór að spyrja mig hvort mótmæli gegn þjóðarmorði væri sumpart einskonar kvennabarátta og hvað gæti valdið því. Við vitum fyrir víst að 70 prósent af hinum látnu í Palestínu eru konur og börn,“ segir hún og heldur áfram. Gígja Sara Björnsson og Sóley. Myndin er úr væntanlegri bók Öldu.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir „Konur vita að stríð er ómennska. Þar sem konur og börn líða mest. Þessar konur sem ég hitti þær þurftu ekki einu sinni að spyrja sig eða lesa tölurnar, þær bara vita þetta og þekkja þessa skepnu. Stríð og dráp sem hefur elt okkur alla tíð og ætlar seint að linna. Að hluta til er þetta kvennabarátta af því eina ferðina enn eru konur að spyrna við heimi hvíta karlsins sem augljóst er stjórnandi þjóðarmorðsins og höfundur þeirra nýlendusjónarmiða að slátra fólki til þess að ná undir sig auðlindum og landsvæði. Nú rísa eflaust hárin á öllu körlunum sem lesa þetta en ég get róað þá með því að hvíti karlinn er samnefnari yfir valdaníð. Ég meina ekki einstaka hvítan karl. Ekki endilega hvíta karlinn í næsta húsi,“ segir Alda Lóa og að hún sé meðvituð um það að fæstir karlar séu fylgjandi valdníðslu. Einar með tilfinningar sínar „En konurnar voru margar bara einar með þessar tilfinningar. Skrolluðu óvart á Instagram heima í sófa og sjá þennan hrylling. Þær upplifðu sig einar af því að enginn í fjölskyldunni eða á vinnustaðnum tók undir með þeim. Við slíkar aðstæður fer þér auðvitað að líða undarlega. Eins og þú sért í Truman Show,“ segir Alda Lóa. Konurnar hafi, við þessar aðstæður, ákveðið að taka málin í eigin hendur. „Þetta var alveg sjálfsprottið. Það var engin í kringum þær að ýta undir þetta. Þær sáu þetta á Instagram, þessa skelfingu, og fengu engan stuðning. Þær gátu ekki speglað tilfinningar sínar á neinum í fjölskyldunni eða vinnunni og voru auðvitað að verða klikkaðar. Eða leið þannig. Margar þeirra hringdu í Ísland-Palestínu eða í aðrar konur sem voru að tala um þetta í fjölmiðlum. Til að spyrja hvað þær gætu gert. Þær gátu ekki lifað með þessu einar heima eða í sínu umhverfi,“ segir Alda Lóa og að til að viðhalda eigin geðheilsu hafi þær fundið aðrar konur, og einhverja karla, sem skildu tilfinningar þeirra. Systurnar, Sigríður og Snúlla eru elsta kynslóðin. Næsta kynslóð er Mist með skiltið, og Gunnlöð og syturnar Melkorka og Maryam Hrund og þriðja kynslóð, Rowen Lilja og Tristan Raine.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir Hún segir konurnar sem hún hafi hitt afar ólíkar þótt svo að þær eigi þessa baráttu sameiginlega. Þær séu af öllum stéttum og áttum úr samfélaginu. „En þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær,“ segir Alda Lóa og að í gegnum þessa hreyfingu hafi þessar konur fengið von og trú á mannkynið á ný. „Af því þessi barátta er svo sjálfsprottin og hjartahrein.“ Lifandi en líka úrvinda Alda Lóa stefnir á að tala við hundrað konur fyrir bókina og hefur þegar talað við um helming. Hún hefur myndað þær líka en segist þurfa að mynda einhverjar aftur. „Fæstar þeirra hef ég hitt áður. Ég fer heim til þeirra og er að heimsækja hverfi og heimili sem ég kæmist ekki annars til. Nema í gegnum þetta verkefni. Þessar konur eru svo lifandi en á sama tíma eru þær úrvinda eftir baráttuna. Ég finn það. Eins og þær hafi séð eitthvað með eigin augum sem þær trúa ekki. Eins og þær hafi séð inni í helvíti. Ég er að fikra mig í gegnum frásagnir þeirra og ætlunin er að ná heildaryfirsýn yfir baráttuna frá byrjun fram á daginn í dag. Þeirra ólíka aðkoma að stórkostlegri mannréttindabaráttu.“ Ellen Larssen er ein af þeim konum sem Alda er búin að tala við.Mynd/Alda Lóa Leifsdóttir Alda Lóa segir margar þeirra kvenna sem hún hefur talað við tengja baráttuhug sinn við þeirra eigin móðurtilfinningu. Þær eigi margar lítil börn eða séu í fæðingarorlofi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera, heldur er alger mennska. Þegar ég fór að tala við þær fannst mér þetta líka geta tengst því að þær voru nýbúnar að fæða börn eða áttu lítil börn. Þær bara þoldu þetta ekki. Ég er orðin svo gömul og hörðnuð að ég tengdi ekkert endilega við það, en þetta er svo fallegt.“ Fundu félagsskap sinn Hún segir að þegar þessar konur, þegar þær hafi verið byrjaðar, hafi þær svo fundið félagsskapinn sinn í þessu starfi. Þær hafi farið að safna peningum, fötum og einhverjar hafi farið til Kaíró til að koma fólki yfir landamærin og aðrar tekið að sér fjölskyldur sem komu til Íslands. „Þær eignuðust vini í þessu sem þær eru svo þakklátar fyrir í dag. Þetta er rosalega sterkur hópur,“ segir Alda Lóa og að hún hafi séð á þeim að þegar þær fundu hópinn sinn hafi þær tvíeflst í baráttunni. Sigríður Regina og Sigurþór. Spurð hvort viðfangsefnið sé erfitt andlega svarar Alda Lóa því strax neitandi. „Það er svo mikil mennska þarna, kjarkur og styrkur. Þetta er alls ekki erfitt en það sem er erfitt er að fylgjast miklu betur með því sem er að gerast í Palestínu. Ég get ekki horft undan á meðan ég sinni þessu verkefni. Horfurnar versna með hverjum deginum og þetta er algjörlega óskiljanlegt.“ Alda Lóa er eins og er með söfnun á Karolinafund og stefnir á að ljúka henni á næstu tveimur mánuðum. Hægt er að kaupa bókina þar fyrirfram og plakat með. Þá er einnig hægt að kaupa útprentað portrett af einhverri kvennanna og fá áritað eintak.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Jafnréttismál Börn og uppeldi Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. 8. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19
Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01
Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. 8. ágúst 2024 19:27